Erlent

Fordæma birtingu upplýsinganna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Julian Assange er stofnandi Wikileaks. Mynd/ afp.
Julian Assange er stofnandi Wikileaks. Mynd/ afp.
Stjórn Baracks Obama, forseta Bandaríkjanna, gagnrýnir harðlega birtingu leyniskjala um Íraksstríðið á vefsíðunni Wikileaks í morgun.

Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fordæmdi birtinguna á blaðamannafundi í gær og sagði að mannslífum væri stefnt í hættu með þessu.

Talsmenn Wikileaks segja hins vegar að gögnin séu ritskoðuð og innihaldi engar upplýsingar sem gætu verið skaðlegar einstaklingum.

Eins og fram kom á Vísi í morgun er um að ræða einn mesta upplýsingaleka í hersögunni.




Tengdar fréttir

Gríðarlegar uppljóstranir um Íraksstríðið

Hundruð þúsunda af leyniskjölum um Íraksstríðið hafa verið birt á vefsíðunni Wikileaks. Breska Sky fréttastöðin segir að aldrei áður hafi eins mikið af hergögnum verið lekið til almennings.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×