Erlent

Kólerufaraldur geisar á Haíti, nær 140 manns látnir

Kólerufaraldur hefur nú kostað nær 140 manns lífið á Haítí og yfir 1.500 manns hafa sýkst. Faraldurinn geisar í tveimur héruðum norður af höfuðborginni Port au Prince.

Í frétt um málið á BBC er haft eftir landlækni Haítí að sjúkrahús séu orðin yfirfull af fólki sem þjáist af kólerunni og því hafa kólerusjúklingar verið fluttir á sjúkrahús í öðrum héruðum eyjunnar.

Bandarísk yfirvöld hafa sent tvo hópa sérfræðinga til Haítí til að aðstoða heilbrigðisyfirvöld þar við að hefta útbreiðslu kólerunnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×