Erlent

Búðarþjófar einbeita sér að Legókubbum í Hilleröd

Búðarþjófar í bænum Hilleröd á Norður-Jótlandi virðast vera gengnir í barndóm því þeir einbeita sér einkum að því að stela Lego kubbum úr leikfangaverslunum á svæðinu.

Í umfjöllun um málið í Ekstra Bladet segir að verslunareigendur hafi greint frá þessari sérkennilegu þróun en talið er að flestir þjófanna séu af erlendum uppruna. Búðaþjófarnir hafa verið að verki á svæðinu frá því í sumar.

Bara í fyrradag var stolið Legokubbum að verðmæti 160.000 krónur úr búðinni Legekæden í Hilleröd.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×