Erlent

NASA segir að töluvert magn af vatni sé á tunglinu

Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, hefur greint frá því að töluvert magn af vatni sé til staðar á tunglinu.

Vatnsmagnið er nægilegt til þess að geimfarar geti athafnað sig til lengri tíma á þessum næsta nágranna okkar í geimnum. Greint er frá málinu í tímaritinu Science.

Vísindamenn hafa nú lokið rannsókn sinni á því þegar NASA lét eldflaug springa í botni loftsteinagígs á tunglinu í fyrra. Við sprenginuna kom mikill jarðvegur upp á yfirborð tunglsins. NASA segir að þar hafi um 155 kg af vatnsgufum og ís fylgt með.

Niðurstöður rannsóknarinar benda til að efsta yfirborð tunglsins feli í sér 5% ís miðað við þyngd. Anthony Coleprete sem stjórnaði rannsóknum þessum segir að þarna sé um verulegt magn af vatni að ræða og það sé í formi ískristalla sem auðvelt er að vinna með.

Auk vatnsins fundust ýmis efnasambönd í jarðveginum sem kom upp í sprengingunni þar á meðal metan, ammoníak og vetni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×