Erlent

Jafnmargir í Kanada með og á móti löglegum vændiskaupum

Ný könnun í Kanada sýnir að íbúar landsins skiptast nokkuð jafnt í afstöðu sinni til löggildingar á vændiskaupum. Um 48% eru meðmæltir því að leyfa vændiskaup en 52% voru andvígir sliku eða gáfu ekki upp afstöðu sína.

Könnunin var gerð í framhaldi af því að dómstóll í Ontario felldi úr gildi hluta af lögum sem banna vændi í landinu.

Það kemur ekki á óvart að karlar eru í meirihluta þegar kemur að því að löggilda vændiskaup og eykst meirihlutinn í takt við aldur karlanna. Þannig vildu yfir 60% af körlum sem orðnir eru eldri en fertugir leyfa vændi.

Yngri konur eru hinsvegar mest á móti vændinu og vildu 70% kvenna undir þrítugu banna vændiskaupin.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×