Erlent

Enginn fundist eftir að farþegaferju hvolfdi í morgun

Enn hefur ekki tekist að finna neinn á lífi eftir að flutningskip og farþegaferja rákust á í skipaskurði um 10 km suður Amsterdam nú í morgun. Við áreksturinn hvolfdi ferjunni.

Ekki er vitað hve margir farþegar voru um borð í ferjunni og engar upplýsingar hafa borist um manntjón. Kafarar eru komnir á svæðið ásamt þyrlu sem útbúin er með hitaleitartækjum. Verið er að leita að farþegum.

Samkvæmt upplýsingum í hollenskum fjölmiðlum segja sjónarvottar að flutningaskipið hafi nánast siglt yfir ferjuna. Skipstjórinn á ferjunni er enn ófundinn þrátt fyrir mikla leit við flakið.

Skipstjórinn á flutningaskipinu er hinsvegar í yfirheyrslum hjá hollensku lögreglunni.

Um er að ræða litla ferju sem tekur 15 manns en hún er notuð til að flytja fólk og reiðhjól þess yfir skurðinn.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×