Erlent

Sænska lögreglan handtók 20 konur tengdar barnaklámi

Sænska lögreglan er undrandi yfir því að í nýrri aðgerð gegn barnaklámhring í landinu voru konur 20 af þeim 23 sem handteknir voru.

Aldrei áður í sögu sænsku lögreglunnar hafa svo margar konur verið handteknar í einu í tengslum við framleiðslu og dreifingu á barnaklámi.

Konurnar 20 voru handteknar á 12 stöðum í Svíþjóð þegar lögreglan lét til skarar skríða gegn barnaklámhringnum í gærdag. Konurnar 20 eru á aldrinum 38 til 60 ára.

Í aðgerðinni var lagt hald á tölvur, tölvubúnað og farsíma sem nú er verið að rannsaka.Auk þess ætlar lögreglan að kanna sérstaklega hvers vegna svo margar konur tengjast barnakláminu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×