Erlent

Calvin Klein auglýsingar teknar niður

Óli Tynes skrifar
Má bjóða ykkur gallabuxur?
Má bjóða ykkur gallabuxur? Mynd/Calvin Klein

Risastór auglýsingaskilti frá Calvin Klein hafa verið tekin niður í Sydney og Melbourne í Ástralíu. Myndirnar þóttu klámfengnar og niðrandi gagnvart bæði konum og körlum. Á myndinni er fyrirsætan Lara Stone nakin í miðjum hópi karlmanna sem eru ekki heldur dúðaðir. Þetta á að vera auglýsing fyrir gallabuxur. Miðað við það er kannski dálítið skrýtið að Lara Stone klæðist ekki einusinni slíkri flík.

Einn karlmannanna virðist vera með sínar gallabuxur fráhnepptar þar sem hann vomar yfir stúlkunni. Annar er eins og hann haldi í hár hennar og haldi henni þannig niðri. Þriðji karlmaðurinn er svo illilegur á svip, tyggjandi eldspýtu, eins og hann sé á útkíkki áður en hópnauðgun hefst. Það er svosem ekki nýtt að fólki blöskri gallabuxnaauglýsingar frá Kalvin Klein. Þær hafa í gegnum árin verið taldar einstaklega ruddalegar og subbulegar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×