Erlent

Krikketmógúll vísar Íslandsáhuga á bug

Lalit Modi.
Lalit Modi.
Lögmaður indverska krikketmógúlsins Lalit Modi hefur nú vísað því á bug sem helberum lygum að Modi vilji fá íslenskan ríkisborgararétt. Mikið hefur verið fjallað um málið á Indlandi síðustu daga en fullyrt var í fjölmiðlum að Modi hafi ætlað að reyna að nota góð tengsl eiginkonu sinnar, Minal Modi, við Dorit Moussaieff forsetafrú til að útvega sér dvalarleyfi á Íslandi.

Lögmaður Modi hefur nú vísað þessum sögum á bug og segir þær aðeins lið í ófrægingarherferð gegn skjólstæðingi sínum en Modi er umdeildur maður á Indlandi og raunar eftirlýstur af yfirvöldum. Lögmaðurinn segir að Modi ætli sér að berjast gegn ásökunum á hendur sér í heimalandinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×