Erlent

Bræður ætla að rúlla upp Vesturlöndum

Óli Tynes skrifar
Sæll elsku bróðir. Chavez og Ahmadinejad.
Sæll elsku bróðir. Chavez og Ahmadinejad. Mynd/AP

Forsetar Venesúela og Írans hafa sammælst um að löndin tvö muni berjast í sameiningu gegn Vesturlöndum og eru ekki í nokkrum vafa um að þeir muni hafa sigur. Hugo Chavez er í opinberri heimsókn í Íran og Mahmoud Ahmadinejad forseti tók á móti honum með kossum og faðmlögum.

Þeir kalla hvor annan „bróðir" og virðast sammála um alla hluti. Til dæmis að óróinn í Miðausturlöndum sé heimsvaldastefnu Bandaríkjanna að kenna. Chavez sagði meðal annars að þeir vissu báðir að Vesturlöndum tækist aldri að hefta islömsku byltinguna. Hann og Ahmadinejad muni ekki aðeins veita mótspyrnu, þeir muni að lokum standa uppi sem sigurvegarar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×