Erlent

Breskur kjarnorkukafbátur strandaður

Óli Tynes skrifar
HMS Astute á siglingu.
HMS Astute á siglingu.

Breskur kjarnorkukafbátur er strandaður við Isle of Sky undan strönd Skotlands. Varnarmálaráðuneytið hefur staðfest að kafbáturinn HMS Astute sé far fastur á klettum. Lögð er áhersla á að engin hætta sé á kjarnorkuslysi. Enginn hafi slasast við strandið og kafbáturinn sé enn vatnsþéttur.

Astute er svokallaður árásarkafbátur. Hann er hannaður til þess að sökkva öðrum kafbátum og skipum. Hann er kjarnorkuknúinn en ekki vopnaður langdrægum kjarnorkueldlaugum. Báturinn er 7800 tonn með 98 í áhöfn. Hann er vopnaður tundurskeytum og stýriflaugum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×