Erlent

Kjarnorkuhnappurinn hvarf úr fórum Bill Clinton

Hershöfðinginn Hugh Shelton, fyrrum yfirmaður bandaríska herrráðsins, segir að lykilgögn bandaríkjaforseta til að hefja kjarnorkustríð hafi týnst svo mánuðum skiptir þegar Bill Clinton gengdi forsetastöðunni.

Þetta kemur fram í nýrri bók sem Shelton hefur skrifað um feril sinn. Gögnin sem hér um ræðir eru lykilorðin sem ræsa svokallaðann kjarnorkuhnapp forsetans og eru í fórum aðstoðarmanns forsetans hverju sinni.

Varnarmálaráðuneytið kannar það einu sinni í mánuði að þessi gögn séu til staðar og í höndum forsetans. Tvisar hafi ráðuneytið tekið munnleg skilaboð um að svo væri gild en síðar kom í ljós við þriðju könnun þegar átti að breyta lykilorðunum að gögnin voru horfin. Þessu ferli var þá þegar breytt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×