Erlent

Til í vopnavald gegn stjórn Baracks Obama

Óli Tynes skrifar
Stephen Broden.
Stephen Broden.

Frambjóðandi til bandaríkjaþings sagði í sjónvarpsviðtali í gær að hann útilokaði ekki að steypa ríkisstjórn Baracks Obama með vopnavaldi ef ekki tækist að koma henni frá í kosningum. Stephen Broden sem sjálfur er blökkumaður er í framboði fyrir Republikanaflokkinn í Suður-Alabama. Hann hefur lýst ríkisstjórn Obamas sem einræðisharðstjórn.

Í sjónvarpsviðtalinu sagði Broden að ofbeldi væri auðvitað ekki fyrsti kosturinn, en það væri engu að síður mögulegur kostur ef annað dygði ekki. Hann mynti á að Bandaríkin hefðu fengið sjálfstæði með vopnavaldi gegn nýlendustjórn Bretlands. Aðrir leiðtogar republikana hafa tekið þessu fálega og sagt yfirlýsingar Brodens vera óheppilegar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×