Erlent

Bandaríkjaher tekur inn samkynhneigða nýliða

Bandaríkjaher er farinn að taka við samkynhneigðum nýliðum eftir að dómari í Kaliforníu felldi úr gildi reglur hersins um að samkynhneigðum hermönnum bæri að þegja um kynhneigð sína.

Taldi dómarinn að þessar reglur brytu í bága við stjórnarskrá landsins. Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur áfrýjað þessari ákvörðun dómarans.

Á meðan hafa skráningarstöðvar hersins fengið fyrirmæli um að taka við nýliðum sem ekki fara dult með samkynhenigð sína.

Það var í forsetatíð Bills Clintons, að sett voru lög sem heimiluðu hommum og lesbíum að ganga í herinn svo fremi þau færu leynt með kynhneigð sína.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×