Erlent

Fundu 5.100 ára gamla hurð í Zurich

Fornleifafræðingar hafa fundið elstu hurð Evrópu í Zurich í Sviss. Hurðin fannst þegar verið var að grafa fyrir bílakjallara undir óperuhúsi borgarinnar.

Hurðin er talin vera 5.100 ára gömul eða jafngömul og Stonehange í Bretlandi. Samvkæmt frétt um málið á BBC er hurðin í merkilega góðu ásigkomulagi en hún er smíðuð úr asparplönkum og upphaflegar hjarir hennar eru enn til staðar.

Talið er að fimm steinaldarþorp hafi staðið þar sem hurðin fannst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×