Erlent

Tvítug stúlka orðin lögreglustjóri í Mexíkó

Aðeins tvítug stúlka, Marisol Valles Garcia, er orðin lögreglustjóri í borginni Guadalupe sem liggur við landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna.

Enginn annar þorði að sækja um stöðuna en blóðug átök fíkniefnagengja hafa einkennt borgarlífið á undanförnum mánuðum og árum.

Garcia er enn í námi og leggur stund á afbrotafræði. Síðasti lögreglustjóri bæjarins var skotinn til bana á heimili sínu í júní s.l.

Garcia segir að hún muni leggja áherslu á forvarnir í starfi sínu og ætlar að koma í veg fyrir að ungmenni fari út á glæpabrautina.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×