Erlent

Lífverðir sendir að heimili Rooneys

Óli Tynes skrifar
Wayne Rooney.
Wayne Rooney.

Manchester United sendi í gærkvöldi tíu öryggisverði að heimili Wayne Rooneys eftir að stuðningsmenn liðsins mættu þangað til þess að mótmæla væntanlegu brotthvarfi hans. Rooney hringdi fyrst í lögregluna eftir að fólk byrjaði að safnast saman við heimili hans í þorpinu Prestbury í Cheshire.

Lögreglulið mætti á staðinn og rak í burt um þrjátíu manns án þess að kæmi til átaka. Lögreglan sagðist mundu líta við á eftirlitsferðum sínum í nótt. Það þótti United ekki nóg og sendi því eigin öryggisverði.

Rooney hefur hafnað tilboði United um 150 þúsund sterlingspunda vikulaun. Fastalaun hans hefðu þá verið um 120 milljónir íslenskra króna á mánuði. Við það hefðu svo bæst bónusar og auglýsingasamningar sem hefðu fært honum að minnsta kosti annað eins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×