Erlent

Sólmyrkvi séður úr geimnum

Óli Tynes skrifar
Smellið til að sjá stærri mynd.
Smellið til að sjá stærri mynd. Mynd/ NASA

Þessi einstaka mynd af deildarmyrkva á sólu var tekin úti í geimnum þar sem ekkert gufuhvolf er til þess að óskýra myndina. Hún var tekin úr Sólarrannsóknarfari (SDO) bandarísku geimferðastofnunarinnar þegar tunglið fór á milli þess og sólarinnar.

Sólgosið sem sjá má til vinstri á myndinni er 1.4 milljóna kílómetra breitt. Hitinn í slíkum gosum getur verið allt að 20 milljón gráðum á Celsius. SDO var skotið á loft frá Canaveralhöfða í febrúar á þessu ári. Það mun vakta sólina í fimm ár.

Það er í 35 þúsund kílómetra hæð frá jörðu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×