Erlent

Öflugur jarðskjálfti í Mexíkó

Öflugur jarðskjálfti varð á Kaliforníuskaganum í Mexíkó í gærkvöldi. Skjálftinn mældist 6,9 á richter og samkvæmt upplýsingum frá bandarísku jarðfræðistofnuninni voru upptök hans í Kaliforníuflóa á um 10 km dýpi.

Engar upplýsignar eru um manntjón af völdum þessa skjálfta né mikið eignatjón. Áður en þessi skjálfti reið yfir höfðu mælst nokkrir minni skjálftar á svæðinu á þriðjudag og miðvikudag. Þeir voru af stærðinni 3,3 til 5,8 á richter.

Ekki er talin hætta á flóðbylgju af völdum þessa skjálfta.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×