Erlent

Fréttamenn TV2 hafa áhyggjur af þrýstingi

Óli Tynes skrifar
Lars Lökke, forsætisráðherra Danmerkur.
Lars Lökke, forsætisráðherra Danmerkur.

Fréttamenn hjá dönsku sjónvarpsstöðinni TV2 hafa miklar áhyggjur af því að stjórnendur hennar hafi verið beittir þrýstingi til þess að láta eyða upptöku af ergilegum viðbrögðum Lars Lykke forsætisráðherra þegar fréttamaður stöðvarinnar reyndi að taka viðtal við hann.

Viðtalið var að vísu birt en ergelsisviðbrögðunum sleppt. Auk þess hringdi yfirmaður á TV2 í fjölmiðlafulltrúa forsætisráðuneytisins til þess að biðjast afsökunar á uppákomunni. Hann gaf í kjölfarið skipun um að hinum óheppilegu viðbrögðum yrði eytt.

Þessi yfirmaður er fyrrverandi spunameistari forsætisráðherrans. Fréttamennirnir eru svo óánægðir með þetta að yfirstjórn TV2 hefur ákveðið að taka málið fyrir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×