Erlent

Gríðarlegar uppljóstranir um Íraksstríðið

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Julian Assange er stofnandi Wikileaks. Mynd/ afp.
Julian Assange er stofnandi Wikileaks. Mynd/ afp.
Hundruð þúsunda af leyniskjölum um Íraksstríðið hafa verið birt á vefsíðunni Wikileaks. Breska Sky fréttastöðin segir að aldrei áður hafi eins mikið af gögnum um starfsemi hersins verið lekið til almennings.

Í gögnunum koma fram upplýsingar um ofbeldi gagnvart föngum í Írak og upplýsingar um það hversu margir hafa farist í Íraksstríðinu. Gögnin voru kynnt á blaðamannafundi í morgun. Þar voru meðal annars viðstaddir Julian Assange, stofnandi Wikileaks, og Kristinn Hrafnsson fréttamaður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×