Erlent

Banvænn ástarþríhyrningur

Óli Tynes skrifar
Els Clottemans fyrir rétti.
Els Clottemans fyrir rétti.

Belgisk kona hefur verið dæmd í þrjátíu ára fangelsi fyrir að vinna skemmdarverk á fallhlíf keppinautar síns um ástir manns sem þær áttu báðar í ástarsambandi við. Þessi ástarþríhyrningur var allur í sama fallhlífaklúbbnum.

Els Clottemans er 26 ára gömul. Els van Doren var 38 ára gömul. Þær voru góðar vinkonur og báðar elskuðu fallhlífastökk. Þær elskuðu líka báðar Marcel Somers og deildu rúmi með honum til skiptis. Fyrir fjórum árum vildi Clottemans ekki lengur deila Marcel með vinkonu sinni.

Hún laumaðist því og skar á strengi í fallhlíf hennar. Þau fóru svo öll í fallhlífastökk ásamt fleiri vinum. Það var byrjað á frjálsu falli og svo opnuðu allir fallhlífar sínar samtímis. Fallhlíf Els van Doren reyndist þá óvirk og hún hrapaði þrjúþúsund fet til jarðar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×