Fleiri fréttir

Verkfall flugliða bannað

Breskur dómstóll féllst í gær á beiðni forsvarsmanna British Airways um að lögbann yrði sett fyrirhugað verkfall flugliða flugvélagsins, sem átti að hefjast á miðnætti í gærkvöldi, þar sem ekki var staðið rétt að atkvæðagreiðslu um aðgerðir starfsfólksins. Um bráðabirgðabann er að ræða og ætla flugliðar að áfrýja úrskurðinum.

Telja að mennirnir séu á lífi

Allt að 25 námuverkamenn er saknað eftir að gríðarlega sprenging varð í kolanámu í norðurhluta Tyrklands í gær sem varð til þess að mennirnir lokuðust inni. Björgunarmönnum hefur tekist að bjarga átta námuverkamönnum og verður björgunaraðgerðunum haldið áfram í dag en yfirvöld eru vongóð um að mennirnir séu heilir á húfi.

Spilaborð Marks Twain?

Rithöfundurinn Samuel Langhorne Clemens sem tók sér höfundarnafnið Mark Twain undi sér oft við stöðuvatnið Lake Tahoe í grennd við þorpið Incline í Nevada.

Árás með kjötöxi í Kína

Kínverskur maður vopnaður kjötöxi réðist á og særði sex konur í bænum Foshan í suðurhluta landsins í gær.

Mótmæla mosku við tvíburaturnana

Mikil mótmælaalda hefur risið í New York vegna áætlana um að byggja risastórt bænahús múslima rétt hjá þar sem tvíburaturnarnir stóðu.

Börnin rata ekki lengur heim

Þúsundir breskra barna hafa enga hugmynd um hvar þau eiga heima vegna þess að þau ganga ekki lengur í skólann.

Farþegaþota fórst í Afganistan

Fjörutíu og fjórir eru um borð í Boeing 737 þotu frá Pamir Airways sem hefur verið saknað í Afganistan síðan snemma í morgun.

Mannskætt snjóflóð í Noregi

Tveir fórust og tveggja er saknað eftir snjó- og aurskriðu í Mið-Noegi í gær. Fólkið var í átta manna hópi sem var að koma fyrir vegvísum á gönguslóðum.

Hollenski drengurinn kominn heim

Hollenski drengurinn Ruben van Assouw er kominn heim til Hollands. Búið er að segja honum að foreldrar hans og eldri bróðir hafi farist í flugslysinu í Libyu sem hann einn lifði af.

Vegabréf forsvarsmanns Wikileaks gert upptækt

Vegabréf Julian Assange, forvarsmanns Wikileaks, var gert upptækt þegar hann kom til Melbourne í Ástralíu í síðustu viku. Síðar um daginn að lokinni yfirheyrslu og leit í farangri fékk hann vegabréfið á nýjan leik. Sjálfur heldur Assange því að fram að þetta hafi verið gert vegna þess að á síðasta ári birti Wikileaks ítarlegan lista yfir þær vefsíður sem áströlsk stjórnvöld höfðu hug á að loka. Vefsíðan komst í nokkuð almenna umræðu hér heima þegar þar birtust upplýsingar úr lánabók Kaupþings og önnur gögn. Assange hefur heimsótt Ísland nokkrum sinnum.

Olía leidd upp á pramma

Forráðamenn breska olíurisans BP segja að fyrirtækið hafi stigið mikilvægt skref í að stöðva olíulekann á Mexíkóflóa. Hugsanlega verður búið að koma í veg fyrir lekann eftir viku. Magnús Már Guðmundsson.

Þóttist vera alríkislögreglumaður

29 ára gömul bandarísk kona á yfir höfði sér þriggja ára fangelsi eftir að hún játaði að hafa villt á sér heimildir og þóst vera alríkislögreglumaður.

Ákærð fyrir að stinga þingmann í magann

21 árs gömul bresk kona hefur verið ákærð fyrir að stinga Stephen Timms, þingmann Verkmannaflokksins, í magann á hverfafundi síðastliðinn föstudag. Timms er á batavegi og verður að öllum líkindum útskrifaður af sjúkrahúsi á næstu dögum.

Á fjórða tug látnir í Bangkok

36 hafa nú látið lífið í átökum tælenska hersins og mótmælenda í Bangkok undanfarna daga. Forsætisráðherra landsins segir að herinn muni ekki hörfa.

Vilja lögbann á verkfall flugliða

Forsvarsmenn British Airways ætla að snúa sér til dómstóla í dag og freista þess að fá lögbann sett á fyrirhugað verkfall flugliða flugvélagsins sem hefst á morgun. Starfsmennirnir hafa undanfarna mánuði átt í hörðum deilum við stjórnendur flugfélagsins og gagnrýnt harðlega niðurskurðaráætlanir þeirra.

Réðust á þinghúsið í Sómalíu

Að minnsta kosti 25 létu lífið þegar íslamskir uppreisnarmenn réðust á sómalíska þingið í gær. Þeir notuðu meðal annars sprengjuvörpur til þess að skjóta á þinghúsið í höfuðborginni Mogadishu og svöruðu friðargæsluliðar Afríkusambandsins með stórskotahríð.

Telja slæðubann hafa öfug áhrif

Austurríki, AP Slæðubann vinnur gegn tilgangi sínum og markar afturför til fortíðar, að mati ráðstefnu múslima í Vínarborg í Austurríki um helgina.

Stjórnin þvertekur fyrir sátt

Taíland, AP Taílensk stjórnvöld hafna því að leita sátta við stjórnarandstæðinga með fulltingi Sameinuðu þjóðanna. Að minnsta kosti 31 hefur látist í átökum frá því á fimmtudag, þegar lögregla og herinn létu til skarar skríða gegn mótmælendum. Rauðstakkar hafa mótmælt í Bangkok um nokkurra mánaða skeið og krafist þess að forsætisráðherra landsins segi af sér og að efnt verði til kosninga.

Skilar sér í farmiðaverðið

Breska ferðaskrifstofan Thomas Cook hefur tapað sjötíu milljónum punda, jafnvirði tæpra 13,5 milljarða króna, vegna röskunar á flugi á meginlandi Evrópu af völdum gossins í Eyjafjallajökli í síðasta mánuði.

Íhugar að lögsækja banka

Grikkland, ap Grikkir ætla að skoða þann möguleika að lögsækja bandaríska fjárfestingabanka fyrir að hafa átt þátt í efnahagsvandræðum landsins. Þetta sagði George Papandreou forsætisráðherra landsins í gær.

Sveik út milljarða til að njóta virðingar

Danski fjársvikamaðurinn Stein Bagger segir að hann hafi auðveldlega getað stungið til hliðar 10 milljörðum íslenskra króna. Tilgangurinn með því að svíkja út peninga hafi hins vegar ekki verið sá að geyma peninga í skálkaskjólum heldur að njóta virðingar.

Laura Bush kynnir ævisögu sína

Ólíkt eiginmanni sínum segist Laura Bush, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna, vera hlynnt hjónabandi samkynhneigðra og frelsi kvenna til að gangast undir fóstureyðingar.

Greiða 490 milljónir fyrir að hundsa strandaglópa

Írska lággjaldaflugfélaginu Ryanair hefur verið gert að greiða þrjár milljónir evra í bætur vegna bágrar þjónustu við farþega sem voru fastir á Ítalíu vegna öskufalls. Upphæðin jafngildir um 490 milljónum íslenskra króna. Farþegarnir voru fastir dagana 17. - 22. apríl en þessa daga var hundruðum flugferða aflýst vegna öskufallsins, segir franska blaðið Le Monde.

Bræður munu berjast

Bræður munu berjast um forystu Verkamannaflokksins í Bretlandi. Búist er við því að Ed miliband, bróðir David Milibands muni tilkynna um framboð í

Átta fallnir í mótmælum

Mótmælendum laust saman við hermenn í miðborg Bangkok, höfuðborgar Taílands í gær. Hermenn skutu af hríðskotarifflum á mannfjöldann. Átta létust í átökunum í gær og í það minnsta 101 slasaðist.

Japönsk yfirvöld vilja ekki banna barnaklám

Japönsk yfirvöld hafa komið í veg fyrir lög sem eiga að banna barnaklám þar í landi verði samþykkt. Það var ákvörðun lýðræðisflokksins í Japan, sem fer með meirihluta í landinu, sem ákvað að samþykkja ekki lög um að það væri ólöglegt að hafa barnaklám undir höndum líkt og hér á landi. Samkvæmt frétt Daily Telegraph þá er ákvörðun flokksins reiðarslag fyrir þrýstihópa sem berjast gegn barnaklámi í Japan.

Breskur þingmaður stunginn

Þingmaður breska Verkamannaflokksins og fyrrverandi ráðherra var stunginn hnífi í árás á hverfafundi í Lundúnum í dag.

Veit ekki að foreldrarnir fórust

Hollenski drengurinn sem einn lifði af flugslysið í Libyu fyrir helgina er á batavegi. Ættingjar hans frá Hollandi hafa heimsótt hann.

Erlendir fréttamenn skotnir í Bangkok

Þrír erlendir fréttamenn urðu fyrir skotum í Bangkok, höfuðborg Tælands, í morgun. Stjórnarandstæðingar hafa staðið fyrir mótmælaaðgerðum í borginni í tvo mánuði en þeir krefjast þess að boðað verði til kosninga. Undanfarin sólarhring hefur tælenski herinn hert aðgerðir sínar og heyrðust skothvellir í alla nótt. Að minnsta kosti einn mótmælandi er látinn og þriðja tug særðir, þar á meðal fréttamennirnir.

Sjálfsmynd Andy Warhol seld á 4,2 milljarða

Óhætt er að fullyrða að það sé engin kreppa á listaverkamarkaðnum ef marka má uppboð sem Sotheby´s hélt í vikunni. Þar fór listaverk eftir bandaríska listamanninn Andy Warhol á 22 milljónir punda, jafnvirði 4,2 milljarða íslenskra króna. Um er ræða sjálfsmynd af listamanninum frá árinu 1986 en hann lést ári síðar. Það var tískuhönnuðurinn Tom Ford sem keypti myndina.

Átta ára drengur mætti með byssu í skólann

Lögreglan í Charlotte í Bandaríkjunum rannsakar nú hvernig átta ára gamall drengur komst yfir skammbyssu sem hann tók með sér í grunnskóla í borginni. Skot hljóp úr byssunni sem lenti í vegg í skólastofunni. Hvorki nemendur né kennara sakaði en ekki liggur fyrir hvort að drengurinn sem mætti með byssuna í skólann, eða einhver bekkjarfélagi hans, hafi handleikið byssuna með fyrrgreindum afleiðingum.

Hörð átök mótmælenda og hermanna

Tælenski herinn beitti táragasi til að dreifa mótmælendum í Bangkok í nótt. Bretar hafa ákveðið að loka sendiráði sínu vegna ólgunnar í landinu.

Líðan hollenska drengsins stöðug

Líðan hollenska drengsins sem komst einn lífs af þegar farþegaflugvél fórst skammt frá Trípólí, höfuðborg Lýbíu, í fyrradag er stöðug. Drengurinn sem er níu ára hefur undirgengist margar aðgerðir en fótleggir hans margbrotnuðu.

Nýju ráðherrarnir á faraldsfæti

Forgangsmál ríkisstjórnar David Camerons, nýs forsætisráðherra Bretlands, verður að taka á miklum fjárlagahalla. Hann og aðrir ráðherrar verða á faraldsfæti í dag.

Forsætisráðherra Tyrkja í heimsókn til Aþenu

Forsætisráðherra Tyrklands Recep Tayyip Ergodan ætlar í heimsókn til Aþenu í Grikklandi á morgun en markmið heimsóknarinnar er að styðja Grikki í efnahagsvandræðum þeirra og bæta samskipti ríkjanna.

Sjá næstu 50 fréttir