Átta fallnir í mótmælum 15. maí 2010 06:30 Götubardagar Á annað hundrað stjórnarandstæðingar særðist í mótmælunum í miðborg Bangkok í gær. Mótmælin hafa nú staðið í tvo mánuði, og hafa alls 37 látið lífið í átökum mótmælenda og hermanna.Nordicphotos/AFP Mótmælendum laust saman við hermenn í miðborg Bangkok, höfuðborgar Taílands í gær. Hermenn skutu af hríðskotarifflum á mannfjöldann. Átta létust í átökunum í gær og í það minnsta 101 slasaðist. Þegar kvölda tók í Bangkok í gær mátti heyra sprengingar og byssuhvelli frá viðskiptahverfi borgarinnar, þar sem um það bil tíu þúsund stjórnarandstæðingar hafa hreiðrað um sig. Reykur frá götuvígjum með brennandi dekkjum lagðist yfir borgina. „Hermennirnir eru að umkringja okkur, það er verið að kremja okkur. Þetta er ekki borgarastyrjöld, en þetta er hrikalega grimmilegt,“ sagði Weng Tojirakarn, einn leiðtoga mótmælenda í gær. Eftir því sem ofbeldið eykst minnka líkurnar á því að mótmælendur og stjórnvöld nái friðsamlegri lendingu í langvinnri deilu sinni. Óvissan og ofbeldið hafa dregið verulega úr komu ferðamanna til Taílands, en ferðamenn eru ein aðaltekjulind landsins. Ofbeldið færðist enn í aukana eftir að hershöfðingi hliðhollur hinum rauðklæddum uppreisnarmönnum var skotinn í höfuðið í miðju viðtali við fjölmiðlamenn á fimmtudag. Hann liggur nú milli heims og helju á sjúkrahúsi. Mótmælendur halda því fram að leyniskytta á vegum stjórnvalda hafi reynt að myrða hershöfðingjann. Hermenn skrúfuðu í gær fyrir vatn og rafmagn í viðskiptahverfinu þar sem mótmælendur hafa haldið til undanfarnar vikur. Yfirmenn hersins segja mótmælendur hafa ráðist gegn hermönnunum og reynt að ögra þeim, en mótmælendur segja hermenn hafa þrengt að sér. Vitni lýsa götubardögum þar sem mótmælendur hentu steinum og bensínsprengjum og hermenn svöruðu með hríðskotarifflum, haglabyssum og táragasi. Frá því mótmælendurnir komu sér fyrir í miðborginni um miðjan mars hafa 37 látið lífið og hundruð særst í átökum við lögreglu og hermenn. Mótmælendur krefjast þess að forseti landsins víki og boðað verði til kosninga. Þeir styðja Thaksin Shinawatra, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, sem velt var úr embætti með valdaráni hersins árið 2006. Talið er að hann fjármagni mótmælin að hluta úr útlegð sinni. brjann@frettabladid.is Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Fleiri fréttir Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Sjá meira
Mótmælendum laust saman við hermenn í miðborg Bangkok, höfuðborgar Taílands í gær. Hermenn skutu af hríðskotarifflum á mannfjöldann. Átta létust í átökunum í gær og í það minnsta 101 slasaðist. Þegar kvölda tók í Bangkok í gær mátti heyra sprengingar og byssuhvelli frá viðskiptahverfi borgarinnar, þar sem um það bil tíu þúsund stjórnarandstæðingar hafa hreiðrað um sig. Reykur frá götuvígjum með brennandi dekkjum lagðist yfir borgina. „Hermennirnir eru að umkringja okkur, það er verið að kremja okkur. Þetta er ekki borgarastyrjöld, en þetta er hrikalega grimmilegt,“ sagði Weng Tojirakarn, einn leiðtoga mótmælenda í gær. Eftir því sem ofbeldið eykst minnka líkurnar á því að mótmælendur og stjórnvöld nái friðsamlegri lendingu í langvinnri deilu sinni. Óvissan og ofbeldið hafa dregið verulega úr komu ferðamanna til Taílands, en ferðamenn eru ein aðaltekjulind landsins. Ofbeldið færðist enn í aukana eftir að hershöfðingi hliðhollur hinum rauðklæddum uppreisnarmönnum var skotinn í höfuðið í miðju viðtali við fjölmiðlamenn á fimmtudag. Hann liggur nú milli heims og helju á sjúkrahúsi. Mótmælendur halda því fram að leyniskytta á vegum stjórnvalda hafi reynt að myrða hershöfðingjann. Hermenn skrúfuðu í gær fyrir vatn og rafmagn í viðskiptahverfinu þar sem mótmælendur hafa haldið til undanfarnar vikur. Yfirmenn hersins segja mótmælendur hafa ráðist gegn hermönnunum og reynt að ögra þeim, en mótmælendur segja hermenn hafa þrengt að sér. Vitni lýsa götubardögum þar sem mótmælendur hentu steinum og bensínsprengjum og hermenn svöruðu með hríðskotarifflum, haglabyssum og táragasi. Frá því mótmælendurnir komu sér fyrir í miðborginni um miðjan mars hafa 37 látið lífið og hundruð særst í átökum við lögreglu og hermenn. Mótmælendur krefjast þess að forseti landsins víki og boðað verði til kosninga. Þeir styðja Thaksin Shinawatra, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, sem velt var úr embætti með valdaráni hersins árið 2006. Talið er að hann fjármagni mótmælin að hluta úr útlegð sinni. brjann@frettabladid.is
Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Fleiri fréttir Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Sjá meira