Erlent

Sjálfsmynd Andy Warhol seld á 4,2 milljarða

Um er ræða sjálfsmynd af listamanninum frá árinu 1986 en hann lést ári síðar. Listaverkið seldist á rösklega fjóra milljarða.
Um er ræða sjálfsmynd af listamanninum frá árinu 1986 en hann lést ári síðar. Listaverkið seldist á rösklega fjóra milljarða.
Óhætt er að fullyrða að það sé engin kreppa á listaverkamarkaðnum ef marka má uppboð sem Sotheby´s hélt í vikunni. Þar fór listaverk eftir bandaríska listamanninn Andy Warhol á 22 milljónir punda, jafnvirði 4,2 milljarða íslenskra króna. Um er ræða sjálfsmynd af listamanninum frá árinu 1986 en hann lést ári síðar. Það var tískuhönnuðurinn Tom Ford sem keypti myndina.

Andy Warhol er helst þekktur fyrir myndir sínar af Jackie Kennedy, Elvis Presley og Marilyn Monroe ásamt Campell-súpudósum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×