Erlent

Réðust á þinghúsið í Sómalíu

Að minnsta kosti 25 létu lífið þegar íslamskir uppreisnarmenn réðust á sómalíska þingið. MYND/AP
Að minnsta kosti 25 létu lífið þegar íslamskir uppreisnarmenn réðust á sómalíska þingið. MYND/AP

Að minnsta kosti 25 létu lífið þegar íslamskir uppreisnarmenn réðust á sómalíska þingið í gær. Þeir notuðu meðal annars sprengjuvörpur til þess að skjóta á þinghúsið í höfuðborginni Mogadishu og svöruðu friðargæsluliðar Afríkusambandsins með stórskotahríð.

Uppreisnarmenn hafa undanfarin þrjú ár barist gegn bráðabirgðastjórn landsins. Ástandið í Sómalíu hefur um langt skeið verið ótryggt og í rauninni hefur ekki verið starfhæf ríkisstjórn né stjórnarher í landinu í tæp 20 ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×