Erlent

Vilja lögbann á verkfall flugliða

Fyrr í mánuðinum ákváðu flugliðarnir að leggja niður störf í samtals 20 daga.
Fyrr í mánuðinum ákváðu flugliðarnir að leggja niður störf í samtals 20 daga.

Forsvarsmenn British Airways ætla að snúa sér til dómstóla í dag og freista þess að fá lögbann sett á fyrirhugað verkfall flugliða flugvélagsins sem hefst á morgun. Starfsmennirnir hafa undanfarna mánuði átt í hörðum deilum við stjórnendur flugfélagsins og gagnrýnt harðlega niðurskurðaráætlanir þeirra.

Fyrr í mánuðinum ákváðu flugliðarnir að leggja niður störf í samtals 20 daga. Verði ekki búið að semja ætla flugliðarnir að leggja niður vinna í fimm lotum og þá fjóra daga í senn. Fyrsta lotan hefst eins og áður sagði á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×