Erlent

Kynóð kengúra eltist við konur

Óli Tynes skrifar

Heljarstór kengúra er svo ágeng við konur í smábænum Tennant Creek í Ástralíu að það er orðið til vandræða.

Kengúrur geta orðið hérumbil tveggja metra háar og vegið uppundir eitthundrað kíló og það er því ekki þægilegt fyrir konur að fá þær á eftir sér.

Fólkið í Tennant Creek er vant að umgangast kengúrur og hefur engan ótta af þeim. Það er frekar að kengúrurnar leiti undan þegar af fundum verður. En ekki þessi.

Nokkrar konur hafa hitt þessa kengúru á vegi sínum og þótt hún hafi ekki beinlínis ráðist á þær hefur verið mjög vel sýnilegt hvað hún hafði í huga.

Meðan hún reynir ekki beinlínis að ráðast á fólk verður hún þó líklega látin í friði þartil fengitíminn er liðinn og hormónarnir komast í eðlilegt horf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×