Erlent

Líðan hollenska drengsins stöðug

Líðan hollenska drengsins er stöðug. Hann hefur undirgengist margar aðgerðir. Mynd/AP
Líðan hollenska drengsins er stöðug. Hann hefur undirgengist margar aðgerðir. Mynd/AP

Líðan hollenska drengsins sem komst einn lífs af þegar farþegaflugvél fórst skammt frá Trípólí, höfuðborg Lýbíu, í fyrradag er stöðug. Drengurinn sem er níu ára hefur undirgengist margar aðgerðir en fótleggir hans margbrotnuðu.

Flugvélin var að koma til lendingar eftir 9 tíma flug frá Jóhannesarborg í Suður-Afríku þegar slysið varð. Ekki er vitað hvað olli slysinu en búið er að finna flugrita hennar. Ekki er talið að um hryðjuverk hafi verið ræða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×