Erlent

Mannskætt snjóflóð í Noregi

Óli Tynes skrifar
Frá slysstað.
Frá slysstað. Mynd/Norski flugherinn

Tveir fórust og tveggja er saknað eftir snjó- og aurskriðu í Mið-Noegi í gær. Fólkið var í átta manna hópi sem var að koma fyrir vegvísum á gönguslóðum.

Skriðan sópaði fjórum með sér. Búið er að grafa upp tvo og voru báðir látnir. Talið er víst að þeir sem saknað er hafi einnig farist.

Þeir fjórir sem sluppu við skriðuna voru fluttir á brott með þyrlu. Svæðið er mjög óstöðugt og hættulegt leitarmönnum.

Snjóa er nú að leysa í Noregi og um helgina hefur verið tilkynnt um yfir fimmtíu snjóflóð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×