Erlent

Ákærð fyrir að stinga þingmann í magann

Timms var endurkjörinn í þingkosningunum fyrr í mánuðinum. Hann hefur setið á þingi fyrir Verkamannaflokkinn í 16 ár.
Timms var endurkjörinn í þingkosningunum fyrr í mánuðinum. Hann hefur setið á þingi fyrir Verkamannaflokkinn í 16 ár. Mynd/AP

21 árs gömul bresk kona hefur verið ákærð fyrir að stinga Stephen Timms, þingmann Verkmannaflokksins, í magann á hverfafundi síðastliðinn föstudag. Timms er á batavegi og verður að öllum líkindum útskrifaður af sjúkrahúsi á næstu dögum.

Konan verður færð fyrir dómara í dag. Ekki er nein augljós ástæða fyrir árásinni en konan er sögð andlega vanheil.

Timms var endurkjörinn í þingkosningunum fyrr í mánuðinum, en hann var fyrst kjörinn á þing fyrir 16 árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×