Erlent

Breskur þingmaður stunginn

Óli Tynes skrifar
Stephen Timms.
Stephen Timms.

Þingmaður breska Verkamannaflokksins og fyrrverandi ráðherra var stunginn hnífi í árás á hverfafundi í Lundúnum í dag.

Stephen Timms er ekki talinn í lífshættu. Það var tuttugu og eins árs gömul kona sem réðst á hann og hún hefur verið handtekin.

Ekki er nein augljós ástæða fyrir árásinni en konan er til yfirheyrslu hjá lögreglunni. Stephen Timms var kjörinn á þing fyrir Verkamannaflokkinn árið 1994.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×