Erlent

Þóttist vera alríkislögreglumaður

Konan sagði nágrönnum sínum að hún væri yfirmaður hjá réttarrannsóknardeild bandarísku alríkislögreglunnar FBI.
Konan sagði nágrönnum sínum að hún væri yfirmaður hjá réttarrannsóknardeild bandarísku alríkislögreglunnar FBI.

29 ára gömul bandarísk kona á yfir höfði sér þriggja ára fangelsi eftir að hún játaði að hafa villt á sér heimildir og þóst vera alríkislögreglumaður.

Konan sagði nágrönnum sínum að hún væri yfirmaður hjá réttarrannsóknardeild bandarísku alríkislögreglunnar FBI. Hún fékk tvo þeirra til að starfa leynilega fyrir stofnunina sem aðstoðarmenn hennar. Nágrannarnir fengu fjölmörg verkefni, þar á meðal að skrifa fjölskyldum látinna starfsmanna FBI samúðarbréf.

Ekki er vitað hvað konunni gekk til og hvers vegna hún blekkti nágrannanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×