Erlent

Öskureiðir yfir lokun flugvalla

Óli Tynes skrifar
Leyfið okkur sjálfum ákveða um flug.
Leyfið okkur sjálfum ákveða um flug.

Stjórnendur flugfélaga í Bretlandi gagnrýna harkalega lokanir flugvalla vegna eldfjallaösku frá Íslandi.

Willie Walsh forstjóri British Airways sagði í dag að viðbrögðin væru í engu samræmi við tilefnið. Ekki hafi fundist nein merki um ösku yfir Lundúnum en samt hefði Heathrow verið lokað.

Richard Branson forstjóri Virgin Atlantic var síst blíðari á manninn. Hann sagði að lokun Manchester flugvallar væri ekki einusinni fyndin.

-Tilraunaflug flugfélaga og framleiðenda þotuhreyfla hafa ekki leitt í ljós neina ástæðu fyrir því að flugfélög geti ekki haldið áfram að fljúga af fullkomnu öryggi, sagði Branson.

Hann bætti því við að það væri augljóslega hættulegt að fljúga yfir eldgíg en þetta eldfjall væri langt frá Bretlandi.

Talsmaður British Airways bætti því við að flugfélög hefðu mikla reynslu af að fást við hættuna sem væri samfara eldgosum.

Sem alþjóðlegt flugfélag hafi British Airways mikla reynslu af að fljúga á eldgosasvæðum og væri fullfært um að meta sjálft hættuna.

 

 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×