Erlent

Sýknaður fyrir að brennimerkja börnin sín

Fangamarkið sem Mark brenndi á börnin sín.
Fangamarkið sem Mark brenndi á börnin sín.

Bandaríkjamaðurinn Mark Seamands var sýknaður fyrir að brennimerkja börnin sín með stöfunum „SK" sem merkja, Seamand´s kids, eða börnin hans Seamands.

Mark brennimerkti börnin í miðjum skilnaði við eiginkonu sína. Börnin sem um ræðir eru tveir drengir sem eru 13 og 15 ára gamlir. Síðan brennimerkti hann einnig átján ára gamla dóttur sína en hann var ekki ákærður fyrir það þar sem hún sagðist hafa verið sátt við fangamarkið.

Yngri sonurinn var brennimerktur á brjóstkassanum og sá eldri á handleggnum. Stúlkan fékk markið á kálfann.

Mark sagði fyrir dómi að hann hefði brennimerkt börnin til þess að þjappa fjölskyldunni betur saman. Svo sýndi hann kviðdómendum eigið fangamerki en hann brenndi sig ennig með sama merki.

Drengirnir tveir báru vitni og komu föður sínum til varnar. Þeir sögðust hafa viljað fá fangamarkið og væru fyllilega sáttir við það. Fyrrverandi eiginkona Marks líkti framferði hans við bændur sem brennimerkja búfénað og telur að Mark hafi eingöngu brennimerkt börnin í ljósi þess að þau voru að skilja.

Kviðdómendur klofnuðu í afstöðu sinni til málsins. Sumum fannst framferði Marks réttlætanlegt í ljósi þess að börnin voru samþykk því, á meðan aðrir vildu dæma hann fyrir ofbeldi gegn börnunum.

Fyrir vikið var réttarhaldið ómerkt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×