Erlent

Spilaborð Marks Twain?

Óli Tynes skrifar
Larry Schmidt er fyrrverandi skógarvörður. Hann telur víst að höfundur Stikilsberja Finns hafi setið við þessa granítblokk.
Larry Schmidt er fyrrverandi skógarvörður. Hann telur víst að höfundur Stikilsberja Finns hafi setið við þessa granítblokk. Mynd/AP
Rithöfundurinn Samuel Langhorne Clemens sem tók sér höfundarnafnið Mark Twain undi sér oft við stöðuvatnið Lake Tahoe í grennd við þorpið Incline í Nevada.

Sagnfræðingar telja að hann hafi notað granítblokkina á meðfylgjandi mynd sem borð í lautarferðum og til þess að spila á.

Örnefnanefnd Nevada fylkis hefur nú til skoðunar beiðni um að staðurinn fá nafnið Sam Clemens hvammur.

Clemens sótti safnið Mark Twain í fljótabátana sem þá sigldu um bandarísku fljótin en hann ferðaðist mikið með þeim.

Í þá daga voru engir dýptarmælar í skipum. Þess í stað stóðu menn í stafni og köstuðu út lóðlínu með dýptarmerkingum til þess að mæla dýpið.

Tveir faðmar var lágmarksdýpi fyrir fljótabátana og lóðsarnir kölluðu upp þá tölu meðan allt var í lagi.

Hróp þeirra var; „By The Mark Twain". Twain var sæfaraútgáfa á tölustafnum tveimur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×