Erlent

Bræður munu berjast

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gert er ráð fyrir að Ed Miliband lýsi yfir framboði í dag. Mynd/ AFP.
Gert er ráð fyrir að Ed Miliband lýsi yfir framboði í dag. Mynd/ AFP.
Bræður munu berjast um forystu Verkamannaflokksins í Bretlandi. Búist er við því að Ed miliband, bróðir David Milibands muni tilkynna um framboð í dag. David bróðir hans hefur hingað til þótt líklegastur til þess að ná kjöri í embættið, en hann tilkynnti um framboð á miðvikudaginn síðasta.

Daily Telegraph segir að Ed Miliband muni segja við stuðningsmenn Verkamannaflokksins að þeir eigi að vera stoltir af starfi Verkamannaflokksins undir stjórn Gordons Brown og hvetja þá til að bregðast ekki við kosningaósigri flokksins með því að hallast til hægri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×