Erlent

Orrustuþotur sendar vegna sprengjuhótunar

Óli Tynes skrifar
Kanadisk orrustuþota fylgir Cathey Pacific vélinni eftir.
Kanadisk orrustuþota fylgir Cathey Pacific vélinni eftir.

Tvær kanadiskar orrustuþotur voru um helgina sendar til móts við farþegaþotu á leið til Vancouver, eftir að tilkynning barst um sprengju um borð.

Vélin var frá flugfélaginu Cathay Pacific og var að koma frá Hong Kong. Orrustuþoturnar fylgdu henni inn til lendingar og hún var svo rýmd í snarhasti.

Engin sprengja fannst um borð. Yfirvöld hafa ekki upplýst hvernig sprengjuhótunin barst en málið er til rannsóknar.

Farþegarnir segja að þeir hafi ekki fengið neinar upplýsingar um hvað var að gerast og margir þeirra urðu órólegir þegar þeir sáu orrustuþoturnar rétt við hliðina á sér.

Þeim fannst þær vera óþægilega nálægt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×