Erlent

Átta ára drengur mætti með byssu í skólann

Skot hljóp úr byssunni sem lenti í vegg í skólastofunni. Myndin er úr safni.
Skot hljóp úr byssunni sem lenti í vegg í skólastofunni. Myndin er úr safni.

Lögreglan í Charlotte í Bandaríkjunum rannsakar nú hvernig átta ára gamall drengur komst yfir skammbyssu sem hann tók með sér í grunnskóla í borginni. Skot hljóp úr byssunni sem lenti í vegg í skólastofunni. Hvorki nemendur né kennara sakaði en ekki liggur fyrir hvort að drengurinn sem mætti með byssuna í skólann, eða einhver bekkjarfélagi hans, hafi handleikið byssuna með fyrrgreindum afleiðingum.

Yfirvöld líta málið alvarlegum augum og segir skólastjórinn að það hafi verið hreint kraftaverk að ekki fór verr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×