Erlent

Skilar sér í farmiðaverðið

Öskustrókur stígur upp Ferðaskrifstofur og flugfélög víða um heim hafa tapað háum fjárhæðum vegna röskunar á millilandaflugi.Fréttablaðið/GVA
Öskustrókur stígur upp Ferðaskrifstofur og flugfélög víða um heim hafa tapað háum fjárhæðum vegna röskunar á millilandaflugi.Fréttablaðið/GVA
Breska ferðaskrifstofan Thomas Cook hefur tapað sjötíu milljónum punda, jafnvirði tæpra 13,5 milljarða króna, vegna röskunar á flugi á meginlandi Evrópu af völdum gossins í Eyjafjallajökli í síðasta mánuði.

Öskufallið er reyndar ekki það eina sem setur strik í reikning ferðaskrifstofunnar. Óeirðir á götum Aþenu vegna efnahagsþrenginga þar hafa skilað sér í fækkun ferðamanna þangað.

Bókanir í Bretlandi hafa dregist saman um tæpan fjórðung og mun það skila sér í hækkun á farmiðaverði, eins og Manny Fontenla-Novoa, forstjóri ferðaskrifstofunnar, bendir á í samtali við breska dagblaðið Tele-graph. - jab



Fleiri fréttir

Sjá meira


×