Erlent

Farþegaþota fórst í Afganistan

Óli Tynes skrifar
Boeing 737-200 þota frá Pamir Airways.
Boeing 737-200 þota frá Pamir Airways.

Fjörutíu og fjórir eru um borð í Boeing 737 þotu frá Pamir Airways sem hefur verið saknað í Afganistan síðan snemma í morgun.

Margir útlendingar eru sagðir vera meðal farþeganna.

Vélin var á leið til Kabúl. Ekki er búið að finna flak hennar en talið er að hún hafi hrapað í grennd við Salang skarðið, sem er í fjalllendi um 100 kílómetra norður af höfuðborginni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×