Erlent

Það munaði sentimetrum -myndband

Óli Tynes skrifar
Passið ykkur.
Passið ykkur.

Breska umferðarlögreglan hefur hvatt unnendur járnbrautarlesta til að hafa varann á þegar þeir eru að mynda þær.

Tilefnið er myndband sem sett var á YouTube af manni sem var að mynda gamla gufulest.

Gufulestin var mjög hávær og maðurinn heyrði ekki í hraðlest sem var að koma úr gagnstæðri átt.

Það munaði aðeins nokkrum sentimetrum að hann yrði að þrykkimynd framan á hraðlestinni.

Sjá myndband








Fleiri fréttir

Sjá meira


×