Fleiri fréttir

Þegar idíánarnir unnu

Navajo indíánar gegndu lykilhlutverki þegar Bandaríkjamenn réðust á japönsku eyjarnar á Kyrrahafi í síðari heimsstyrjöldinni.

Umtalaður brúðarkjóll

Rússneskur brúðarkjóll hefur farið eins og eldur í sinu um netheima. Og sýnist sitt hverjum um plaggið.

Frohe Weihnachten...

...þýðir gleðileg jól á þýsku. Mörgum þykir sem jólastússið byrji heldur snemma á Íslandi.

Kameldýr hertaka bæ í Ástralíu

Um sexþúsund villt kameldýr hafa nánast lagt undir sig smábæinn bæinn Docker River í Ástralíu. Íbúarnir eru ekki nema um 330 talsins og mega sín lítils í bardögum um yfirráð yfir bænum.

Kjötætum bent á að rifa seglin

Þriðjungssamdráttur kjötneyslu stórbætir heilsuna og dregur auk þess úr mengun segja breskir og ástralskir vísindamenn.

Ár frá árásunum á Mumbai

Indverjar minnast þess nú að í dag er eitt ár liðið frá því að pakistanskir hryðjuverkamenn réðust á nokkur hótel í borginni Mumbai og urðu tæplega 200 manns að bana.

Tvö ár saklaus í fangelsi

Tuttugu og tveggja ára gömul einstæð móðir frá Rúmeníu, sem setið hefur í fangelsi í Danmörku í tæplega tvö ár fyrir smygl á tíu kílóum af heróíni, hefur verið látinn laus eftir að danskur dómstóll komst að þeirri niðurstöðu að þáverandi kærasti hennar hefði laumað efnunum í ferðatösku hennar áður en þau fóru gegnum tollinn og hafi hún ekki haft hugmynd um hvað í töskunni leyndist.

Hálf milljón skilaboða frá 11/9 á Wikileaks

Vefsíðan Wikileaks, sem tekur á móti og birtir gögn sem einhverjir kjósa að leka á vefinn, hefur nú birt um það bil 500.000 skilaboð af ýmsu tagi sem fóru milli tölva og síma 11. september 2001, daginn sem hryðjuverkaárásirnar voru gerðar á New York og varnarmálaráðuneytið Pentagon.

Blaðamönnum sleppt í Sómalíu

Tveimur blaðamönnum, sem verið hafa í haldi mannræningja í Sómalíu síðan í ágúst 2008, var sleppt úr haldi í gær.

Guðfaðir ruslpóstsins fangelsaður

Bandaríkjamaðurinn Alan Ralsky, sem kallar sig guðföður ruslpóstsins, hefur verið dæmdur í rúmlega fjögurra ára fangelsi fyrir að hafa, við fjórða mann, sent marga milljarða falsaðra tölvupóstskeyta í þeim tilgangi að hafa áhrif á verðmæti kínverskra verðbréfa á tímabilinu frá janúar 2004 til september 2005.

Styður ekki ókeypis fréttir

Fjölmiðlamógúllinn Rupert Murdoch og bandaríski hugbúnaðarrisinn Microsoft hafa upp á síðkastið rætt um samstarf sem felur í sér kaup þess síðarnefnda á kaupum á efni fjölmiðla Murdochs.

Segist vera nánast eins og endurfæddur

Rom Houben segist vera nánast eins og endurfæddur, nú þegar hann hefur fengið hjálp við að tjá sig eftir að hafa legið málvana í 23 ár lamaður eftir bílslys. Læknar héldu hann vera í dái allan tímann, þar til einn áttaði sig loks á því að Houben var með fullri meðvitund.

Leterme tekur við af Rompuy

Yves Leterme tók í gær við forsætisráðherraembætti Belgíu af Herman Van Rompuy, sem fyrir helgi var valinn í embætti forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins.

Kostar þýska ríkið stórútlát

Dómstóll í Neðra-Saxlandi í Þýskalandi hefur úrskurðað að svonefndur samstöðuskattur, sem Vestur-Þjóðverjar hafa þurft að greiða til að standa straum af uppbyggingu í Austur-Þýskalandi, brjóti í bága við stjórnarskrá landsins.

Mætir á loftslagsráðstefnuna

Barack Obama Bandaríkjaforseti ætlar að koma við á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn áður en hann heldur til Óslóar að taka við friðarverðlaunum Nóbels.

Svakalegt blóðbað í Nepal

Ekki tókst að koma í veg fyrir að yfir 300 þúsund dýrum væri slátrað á fórnarhátíð til dýrðar gyðjunni Gadhimai í Nepal í gær.

Rakettumaðurinn lenti í sjónum

Svissneski rakettumaðurinn Yves Rossy endaði í sjónum í tilraun sinni til þess að fljúga í rakettubúningi sínum frá Marokkó til Spánar í dag.

Hreinni rigning í Noregi

Minna fellur í dag af súru regni í Noregi en nokkrusinni síðan á miðjum sjöunda áratug síðustu aldar.

Hvert var fornafn Hitlers?

Yfirleitt er það nokkuð vel gefið og víðlesið fólk sem kallað er í spurningakeppnir.

Fimmtíu og sjö gíslar myrtir á hryllilegan hátt

Fimmtíu og sjö lík eru nú fundin á Filipseyjum eftir fjöldamorð á gíslum sem teknir voru síðastliðinn mánudag. Í hópnum voru stjórnmálamenn, blaðamenn og lögfræðingar, bæði karlar og konur.

Dóttir Hróa hattar í þýskum banka

Sextíu og tveggja ára gömul þýsk kona hefur verið dæmd fyrir að færa tæplega átta milljónir evra á milli reikninga í bankanum sem hún vann hjá. Það er um einn og hálfur milljarður íslenskra króna.

Rakettumaður í millilandaflugi

Svissneski ofurhuginn Yves Rossy ætlar í dag að reyna að fljúga í rakettugalla sínum frá Marokkó til Spánar. Hann hefur áður flogið yfir Ermarsund.

Á fimmta þúsund salerni um borð

Oasis of the Seas hin nýja kostaði andvirði rúmlega 170 milljarða íslenskra króna í framleiðslu og má hreinlega líkja við fljótandi smáríki.

Washington Post rifar seglin

Bandaríska blaðið Washington Post lokar síðustu skrifstofum sínum utan Washington á gamlársdag vegna fjárhagsstöðu blaðsins.

Ráfaði um neðanjarðarlestarkerfið í ellefu daga

13 ára gamall drengur sem haldinn er Asperger heilkenni eyddi ellefu dögum neðanjarðar á flakki um neðanjarðarlestakerfið í New York í síðasta mánuði. Drengurinn hafði strokið að heiman þar sem hann áleit sig hafa gert eitthvað af sér í skólanum. Foreldrar drengsins höfðu strax samband við lögreglu en fengu litla hjálp.

Hvetja almenning til að hjálpa hungruðum

Bandaríkjastjórn hvetur almenning í landinu til að koma náunga sínum til hjálpar og aðstoða bágstadda með því að gefa þeim mat og aðrar nauðsynjar en um 15 prósent bandarískra heimila voru orðin þannig stödd í fyrra að ekki voru til peningar fyrir matvælum til að draga fram lífið.

Átján uppreisnarmenn drepnir í Pakistan

Pakistanskir hermenn drápu 18 uppreisnarmenn í Khyber-héraðinu í Norðvestur-Pakistan í gær. Uppreisnarmennirnir tilheyrðu Lashkar-e-islam-hryðjuverkasamtökunum en hermennirnir gerðu árás á búðir þeirra og tóku auk þess sex manns höndum.

Stálu yfir 1.000 minkum

Lögregla á Norður-Jótlandi rannsakar nú umfangsmesta loðdýraþjófnað í sögu Danmerkur en aðfaranótt þriðjudags stálu óþekktir og óprúttnir aðilar 1.023 lifandi minkum úr minkabúi nálægt Dybvad.

Hægir á útbreiðslu HIV

Um 25 milljónir manna hafa látist af völdum alnæmis í öllum heiminum og allt í allt hafa 60 milljónir smitast af HIV-veirunni síðan hún kom fyrst fram.

Liðsmenn ungliðahreyfingar Baska handteknir

Lögregla á Spáni handtók í gær 36 félaga í æskulýðsarmi ETA, aðskilnaðarsamtaka Baska, en armurinn var bannaður árið 2007 vegna tengsla sinna við samtökin.

Börn eiga að fá að vera skítug

Það á að leyfa börnum að vera svolítið skítug endrum og eins. Í grein sem birtist í vísindaritinu Nature Medicine kemur fram að of mikið hreinlæti geti komið í veg fyrir að sár grói eðlilega.

Alnæmisfaraldur leggur færri að velli

Undanfarin tvö ár hefur fjöldi HIV-smitaðra í heiminum staðið nokkurn veginn í stað, í rúmum 33 milljónum. Dauðsföllum af völdum alnæmisveirunnar hefur fækkað um tíu prósent undanfarin fimm ár.

Walesa í mál við Kaczinsky

Lech Walesa, fyrrverandi forseti Póllands, er kominn í mál við Lech Kaczynski, núverandi forseta. Walesa krefst afsökunarbeiðni frá Kaczynski eða skaðabóta ella.

Veittu 12.600 milljarða leynilán

Seðlabanki Englands veitti tveimur bönkum 62 milljarða punda leynilegt lán þegar bankakreppan skall á haustið 2008. Þetta kom fram í máli Mervins King seðlabankastjóra sem í gær sat fyrir svörum breskrar þingnefndar.

Tveir yfirmenn voru líflátnir

Tveir menn voru líflátnir í Kína í gær vegna framleiðslu og sölu á eitruðu mjólkurdufti, sem kostaði að minnsta kosti sex börn lífið síðastliðið vor. Talið er að meira en 300 þúsund manns hafi veikst eftir að hafa neytt mjólkurduftsins. Í duftinu var efni sem getur valdið nýrnabilun og nýrnasteinum. Efninu var bætt út í til þess að leyna því að mjólkin hafði verið útþynnt með vatni.

Sýknaður af morðákæru

Tæplega sextugur Breti, Brian Thomas að nafni, var fyrir helgi sýknaður af morðákæru vegna dauða eiginkonu hans, þrátt fyrir að hafa orðið henni að bana í júlí 2008.

Loksins fann hann pabba

Matthew Roberts eyddi mörgum árum í að hafa upp á blóðföður sínum en hann var ættleiddur árið 1968. Roberts er nú fjörutíu og eins árs gamall og starfar sem plötusnúður í Los Angeles.

Við skulum geyma tengdó yfir jólin

Holiday Inn hótelkeðjan í Bretlandi býður fjölskyldum sérstakan afslátt fyrir tengdamæður yfir jól og áramót, til þess að fjölskyldumeðlimir geti fengið smá frí hver frá öðrum.

Sjá næstu 50 fréttir