Erlent

Blaðamönnum sleppt í Sómalíu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Sómalskir hermenn á rúntinum á Toyotu í Mogadishu.
Sómalskir hermenn á rúntinum á Toyotu í Mogadishu. MYND/AFP/Getty Images

Tveimur blaðamönnum, sem verið hafa í haldi mannræningja í Sómalíu síðan í ágúst 2008, var sleppt úr haldi í gær. Blaðamennirnir eru maður og kona frá Ástralíu og Kanada og voru þau tekin höndum af stigamönnum í nágrenni höfuðborgarinnar Mogadishu þegar þau voru þar við öflun heimilda. Konan, Amanda Lindhout, segist varla trúað því að hún hafi vaknað á hótelherbergi í morgun eftir að hafa búið við ýmsar aðstæður og verið undir stöðugu eftirliti ræningjanna í 15 mánuði. Joel Simon, forstöðumaður Samtaka um öryggismál blaðamanna, fagnar því að blaðamennirnir hafi fengið frelsið og segir samtökin óska þeim og fjölskyldum þeirra allrar blessunar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×