Erlent

Hvert var fornafn Hitlers?

Óli Tynes skrifar
Sieg Heil.
Sieg Heil.

Yfirleitt er það nokkuð vel gefið og víðlesið fólk sem kallað er í spurningakeppnir.

En jafnvel því getur brugðist bogalistin. Breska blaðið Daily Telegraph hefur tekið saman skemmtileg svör við spurningum í keppnum eins og The Weakest Link.

Og við leituðum fanga víðar til þess að setja saman þennan lista;

Spurning: Hver var forseti á undan Tony Blair?

Svar: Georges Bush

 

Spurning: Hver málaði loftið í Sistinsku kapellunni?

Svar: Leonardo Di Caprio

 

Spurning: Johnny Weissmuller dó þennan dag. Hvaða frumskógarmann í lendaskýlu lék hann?

Svar: Jesús

 

Spurning: Hvert var fornafn Hitlers?

Svar: Heil

 

Spurning: Hvað gerðist í Dallas 22. nóvember árið 1963?

Svar: Ég veit það ekki. Ég var ekki farinn að horfa á þættina.

 

Spurning: Nefndu eina af kryddpíunum.

Svar: Sú með síða hárið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×