Erlent

Hálf milljón skilaboða frá 11/9 á Wikileaks

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Björgunarmaður veður rykmökk á Manhattan 11. september 2001.
Björgunarmaður veður rykmökk á Manhattan 11. september 2001.

Vefsíðan Wikileaks, sem tekur á móti og birtir gögn sem einhverjir kjósa að leka á vefinn, hefur nú birt um það bil 500.000 skilaboð af ýmsu tagi sem fóru milli tölva og síma 11. september 2001, daginn sem hryðjuverkaárásirnar voru gerðar á New York og varnarmálaráðuneytið Pentagon. Fyrstu skilaboðin hafa takmarkaða merkingu og eru mörg hver sjálfvirk skilaboð tölva og eftirlitskerfa um að eitthvað óeðlilegt sé á seyði. Þegar á líður taka við skilaboð sem sýna að ekki verður um villst að neyðarástand ríkir og er þar til dæmis um að ræða skilaboð milli löggæsluaðila. Í einum skilaboðunum segir að herþyrla hafi flogið á varnarmálaráðuneytið. Áhugamenn um samsæriskenningar liggja nú á Wikileaks í von um að finna einhverjar upplýsingar sem bent geti til þess að leyniþjónusta Bandaríkjanna hafi haft vitneskju um árásirnar fyrir fram.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×