Erlent

Við skulum geyma tengdó yfir jólin

Óli Tynes skrifar
Dæmigerð tengdamamma?
Dæmigerð tengdamamma?

Holiday Inn hótelkeðjan í Bretlandi býður fjölskyldum sérstakan afslátt fyrir tengdamæður yfir jól og áramót, til þess að fjölskyldumeðlimir geti fengið smá frí hver frá öðrum.

Mikið er um það í Bretlandi að foreldrar heimsæki uppkomin börn sín um hátíðarnar. Kirsten Groningen atferlisfræðingur segir að fjölskyldudeilur fimmfaldist að jafnaði yfir hátíðarnar.

Jólin geti verið mjög stressandi, sérstaklega fyrir fjölskyldurnar sem skipuleggi þau og haldi jólagleðina.

Því býður Holiday Inn upp á tuttugu og fimm prósenta afslátt fyrir tengdadótið frá tuttugasta og þriðja til tuttugasta og níunda desember.

Tilboðið gildir á öllum 194 hótelum keðjunnar í Bretlandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×