Erlent

Styður ekki ókeypis fréttir

Rupert Murdoch Fjölmiðlaeigandinn hefur barist gegn því að Google birti útdrætti úr fréttum netmiðla.
Rupert Murdoch Fjölmiðlaeigandinn hefur barist gegn því að Google birti útdrætti úr fréttum netmiðla.

Fjölmiðlamógúllinn Rupert Murdoch og bandaríski hugbúnaðarrisinn Microsoft hafa upp á síðkastið rætt um samstarf sem felur í sér kaup þess síðarnefnda á kaupum á efni fjölmiðla Murdochs.

Viðræðurnar eru liður í aðgerðum Murdochs sem miða að því að loka fyrir ókeypis aðgang að fjölmiðlum News Corp. sem hann á. Hann hefur sömuleiðis barist gegn því að netleitarrisinn Google birti útdrætti úr fréttum netmiðla. Krefst hann þess að Google greiði fyrir efnið.

Það þykir ólíklegt, að sögn netútgáfu Financial Times, sem segir að Microsoft, sem opnaði netfréttaveituna Bing í sumar, hafi sömuleiðis þrýst á aðra netmiðla að þeir fjarlægi leitarstrengi sína af fréttasafni Google.- jab




Fleiri fréttir

Sjá meira


×