Erlent

Sýknaður af morðákæru

Myndin tengist ekki fréttinni beint.
Myndin tengist ekki fréttinni beint.

Tæplega sextugur Breti, Brian Thomas að nafni, var fyrir helgi sýknaður af morðákæru vegna dauða eiginkonu hans, þrátt fyrir að hafa orðið henni að bana í júlí 2008.

Thomas var í fastasvefni þegar hann kyrkti eiginkonu sína í hjólhýsi þeirra, þar sem þau voru á ferð í Wales. Thomas segir að hann hafi fengið martröð um innbrotsþjóf og talið sig vera að verjast honum. Hann hafði árum saman þjáðst af svefntruflunum, og þeim fylgdu ósjálfráðar hreyfingar af ýmsu tagi. Ekki þótti ástæða til að vista hann á geðsjúkrahúsi.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×