Erlent

Leterme tekur við af Rompuy

Yves Leterme
Yves Leterme

Yves Leterme tók í gær við forsætisráðherraembætti Belgíu af Herman Van Rompuy, sem fyrir helgi var valinn í embætti forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins.

Engin önnur breyting verður á samsteypustjórn kristilegra demókrata, frjálslyndra og sósíalista. Bæði Leterme og Van Rompuy eru kristilegir demókratar.

Erfiðasta verkefni stjórnarinnar er að halda í skefjum deilum Vallóna og Flæmingja, sem búa hvorir í sínum helmingi landsins. Leterme sagði af sér fyrir tæpu ári vegna bankahneykslis.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×